Sumarhús við Þingvallavatn á meðal þeirra flottustu í heimi Sumarhús tónlistarhjónanna Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar við Þingvallavatn er á meðal tíu flottustu húsa ársins að mati arkítektúrveftímaritsins Designboom. 4.12.2021 08:00
Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. 3.12.2021 23:46
Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3.12.2021 22:25
Cyclothonið verið hjólað í síðasta sinn Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012. 3.12.2021 22:01
Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós. 3.12.2021 21:00
Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar. 3.12.2021 20:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Heimir Már verður í beinni frá Alþingi í fréttatímanum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö á eftir. 3.12.2021 18:00
Átta ára drengur látinn eftir ódæðið í Wisconsin Sjötta manneskjan er nú látin eftir að maður ók bíl sínum í gegnum jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag. Um var að ræða átta ára dreng. 23.11.2021 23:45
Fóru um borð í flugvélina án leyfis og fengu lögreglufylgd út Lögreglan á Suðurnesjum fór í kvöld um borð í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air á Keflavíkurflugvelli og fjarlægði þrjá menn úr vélinni. Mennirnir höfðu farið í vélina þrátt fyrir að hafa verið meinaður aðgangur um borð af áhöfn hennar. 23.11.2021 21:18
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23.11.2021 21:02