Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3.2.2022 14:08
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1.2.2022 23:35
Shia LaBeouf og Mia Goth eiga von á barni Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf og enska leikkonan Mia Goth eiga von á sínu fyrsta barni saman. 1.2.2022 21:41
Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt. 1.2.2022 20:27
Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1.2.2022 20:01
Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1.2.2022 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi er spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og Íslendingur segir háskólanema ætla að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1.2.2022 18:01
Leit að byssumanni í skóla bar ekki árangur Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi segir að leit sem hófst í kjölfar tilkynningar um vopnaðan ungling sem gekk inn í skóla í borginni í dag hafi ekki borið árangur. 1.2.2022 17:45
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24.1.2022 07:46
Stjórnvöld segja valdarán ekki yfirvofandi Skothvellir heyrðust víða í nótt í Afríkuríkinu Búrkína Fasó. Meðal annars hefur skotum verið hleypt af í grennd við forsetahöll landsins en ríkisstjórnin segir þó að valdarán sé ekki yfirvofandi. 24.1.2022 07:14