Fékk ekki að aðstoða eiginkonu sína sem er með Alzheimer í kjörklefanum Hjónin Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir hafa kært framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningar eftir að Magnús fékk ekki að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Magnús segir kjörstjóra túlka kosningalögin of þröngt. 21.9.2021 15:48
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21.9.2021 14:30
Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi. 21.9.2021 11:01
Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. 20.9.2021 15:56
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20.9.2021 14:55
„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. 20.9.2021 14:16
Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota. 20.9.2021 13:21
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20.9.2021 10:19
Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. 19.9.2021 14:00
Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17.9.2021 19:53