Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. 14.7.2025 12:13
Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum segir lífið of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnar því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi, sem hann hefur þurft að berjast fyrir. 13.7.2025 19:00
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11.7.2025 21:46
„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. 11.7.2025 12:18
„Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. 10.7.2025 20:31
„Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. 10.7.2025 13:01
Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. 9.7.2025 21:01
„Það er engin ástæða til að gefast upp“ Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 9.7.2025 19:11
Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. 9.7.2025 11:05
Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. 7.7.2025 20:20