Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Birgir Ár­manns­son gefur ekki kost á sér

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu.

Ingi­björg Isaksen á­fram í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, heldur fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar kom saman á kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit og samþykkti framboðslista rétt í þessu.

Ísrael gerir loft­á­rás á Íran

Ísraelski herinn hefur hafið loftárásir á Íran. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísraelsher en þeir segjast nú framkvæma hnitmiðaðar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran.

Með í maganum og stígur út fyrir þægindarammann

„Það er þannig að sumir lenda á milli og þá eru engin úrræði sem passa við. Við sjáum það í samtölum við fólk að það eru til börn og ungmenni sem eru með þannig vandkvæði að þau passa hvergi. Við finnum það öll að þegar það er talað um málefni barna að þetta er viðkvæmt og miklar tilfinningar í þessu. Fyrir utan það að það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið að það verði til fólk sem brýtur af sér eða verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.“

Fleiri vilja sjá Þór­dísi eða Guð­laug leiða í stað Bjarna

Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má nýja skoðanakönnun.

Aug­ljós­lega veikir ein­staklingar verði veikari í fangelsi

„Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“

Tæp­lega þrjá­tíu börn í virku eftir­liti

Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.  

Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng fyrir tveimur mánuðum. Um fyrsta barn parsins er að ræða. Þessu greinir Edda frá í færslu á Instagram-reikning sínum.

Sjá meira