Hvíta húsið hætt að svara spurningum um Trump og Rússarannsóknina Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri hætt að svara spurningum fjölmiðla varðandi rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa. 31.5.2017 23:24
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31.5.2017 22:15
Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31.5.2017 20:42
Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31.5.2017 18:37
Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa. 31.5.2017 17:59
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30.5.2017 23:59
Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30.5.2017 23:38
Lagt til að 51 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að 51 einstaklingur hljóti íslenskan ríkisborgararétt. 30.5.2017 22:41
Engin niðurstaða varðandi skipan dómara við Landsrétt Fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt lauk á tíunda tímanum í kvöld án niðurstöðu. 30.5.2017 22:09
Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30.5.2017 21:15