
Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun
Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku.