Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Hollendingar lentu í mestu vandræðunum gegn Íslandi í leikjum sínum í F-riðli EM kvenna í handbolta. Eftir öruggan sigur gegn Þýskalandi vann hollenska liðið svo tuttugu marka sigur gegn Úkraínu, í Innsbruck í kvöld. 3.12.2024 18:43
Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. 3.12.2024 07:03
Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Það er nóg um að vera á íþróttastöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag sem fyrr. Þrír leikir eru á dagskrá í Bónus-deild kvenna, og Lokasóknin og Körfuboltakvöld Extra eru á sínum stað. 3.12.2024 06:02
Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Á meðan að flest íslensk fótboltalið eru farin að huga að næstu leiktíð, eftir stutt frí, þá eru leiktíðirnar farnar að blandast saman hjá Víkingum sem mættu HK í Bose-bikarnum í kvöld. 2.12.2024 23:02
Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 2.12.2024 22:33
Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Þegar leikmenn skora gegn sínu gamla félagi kjósa þeir stundum að fagna ekki en Nicolo Zaniolo fór allt aðra leið í kvöld, í 2-0 sigri Atalanta gegn Roma í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 2.12.2024 21:48
Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Seinni leikjum kvöldsins á EM kvenna í handbolta var að ljúka og unnu stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska liðinu risasigur gegn Slóvakíu, 38-15, án þess þó að þurfa nokkuð á sigri að halda. Rautt spjald fór á loft í leiknum. 2.12.2024 21:17
Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United mæta sigursælasta liði keppninnar, Arsenal, á Emirates-vellinum í Lundúnum í þriðju umferð enska bikarsins. Dregið var í kvöld og eru forvitnilegir leikir á dagskrá. 2.12.2024 19:43
Ákvað að yfirgefa KR Króatíski körfuboltamaðurinn Dani Koljanin hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við KR og yfirgefa félagið. 2.12.2024 19:32
Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. 2.12.2024 18:54