Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. 30.12.2024 15:31
Hægur vindur og slæm loftgæði Áramótaspá Veðurstofu Íslands spáir hægum vindi á gamlárskvöld og talsverðu frosti. Loftgæðin verða víðast hvar slæm. 30.12.2024 14:45
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 30.12.2024 13:41
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30.12.2024 11:50
Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey Um tvö hundruð skjálftar hafa mælst norðaustan við Eldey á Reykjaneshrygg. Náttúruvársérfræðingur telur skjálftahrinuna vera að líða undir lok. 30.12.2024 10:25
Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. 27.12.2024 16:57
Súðavíkurhlíð opin á ný Búið er að opna veginn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Vegurinn hefur verið lokaður vegna mikillar snjóflóðahættu. 27.12.2024 14:38
Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Tíu ára pólskur drengur sem býr á Íslandi lést af slysaförum á Ítalíu í gær. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí. 27.12.2024 13:23
Barn meðal látinna í rútuslysi Þrír létust í rútuslysi í Noregi, þar á meðal eitt barn en ekki hefur verið borið kennsl á þá látnu. Ellefu manns voru fluttir á sjúkrahús. 27.12.2024 11:59
Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendastofa hefur sektað Pólóborg ehf. um þrjú hundruð þúsund krónur vegna auglýsinga á nikótínvörum. Auglýsingarnar voru bæði birtar á samfélagsmiðlum og auglýsingaskilti. 27.12.2024 10:41