Veikindafríi Páls Óskars lokið Páll Óskar tilkynnti að eftir að hafa haldið fjögurra klukkustunda „Pallaball“ sé veikindaleyfinu hans formlega lokið. Hann þríkjálkabrontaði í byrjun árs. 19.4.2025 16:37
„Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19.4.2025 15:52
Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Lögreglan á Húsavík handtók karlmann á þrítugsaldri sem hafði töluvert magn meintra ólöglegra fíkniefna í fórum sér. 19.4.2025 15:05
Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. 19.4.2025 14:44
Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador. 19.4.2025 11:59
Lést í snjóflóði í Ölpunum 27 ára breskur ferðamaður lést í snjóflóði í Ölpunum. Gríðarlegt magn af snjó er á svæðinu sem hefur valdið rafmagnstruflunum og vegalokunum. 19.4.2025 10:42
Víða bjart yfir landinu í dag Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag. 19.4.2025 09:58
Tveir handteknir vegna líkamsárásar Karl og kona voru handtekin í nótt vegna líkamsárásar í Ísafjarðarbæ. Veist var að tveimur til þremur einstaklingum í miðbæ bæjarins í nótt. Málið er á frumstigi. 19.4.2025 09:42
Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. 18.4.2025 16:24
Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Áhrifavaldurinn og söngkonan Addison Rae hefur birt tónlistarmyndband við nýtt lag sem tekið var upp á Íslandi. Myndbandið var til að mynda tekið upp á strönd, hrauni og í matvöruverslun. 18.4.2025 14:49