Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19.2.2025 22:52
Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Mennta- og barnamálaráðherra vill innleiða nýtt fyrirkomulag samræmds námsmats í grunnskólum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt frumvarpinu og segja það ekki raunverulega samræmt námsmat. 19.2.2025 21:00
Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. 19.2.2025 20:58
Afstaða Íslands skýr Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. 19.2.2025 18:35
Kristrún sækir neyðarfund Macron Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir neyðarfund Frakklandsforseta. Til umræðu verða mál Úkraínu. 19.2.2025 15:31
Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. 17.2.2025 22:24
Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. 17.2.2025 20:36
Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. 17.2.2025 18:24
Gerendur yngri og brotin alvarlegri Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. 17.2.2025 17:51
Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. 16.2.2025 23:47