Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með TF-ABB á Þingvallavatni upp á yfirborðið og flugvélinni sjálfri. Aðgerðin er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra.

Krókódíl bjargað úr dekki

Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið.

Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað

Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár.

Uncharted stemning hjá Queens

Stelpurnar í Queens stefna á ævintýri í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla stelpurnar að spila Umcharted Legacy of Thieves Collection.

Ósammála um hvað Pútín sagði

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt,

Sjá meira