SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11.6.2022 15:04
„Forsmekkur af heimi óreiðu og ólgu sem ekkert okkar vill búa í“ Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í morgun að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan. Hann gagnrýndi Kínverja fyrir ógnandi hegðun í garð Taívans og þar á meðal næstum daglegar flugferðir orrustuþota um lofthelgi eyríkisins. 11.6.2022 15:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Eiginkona hans bjargaðist naumlega eftir að hafa skolað út í sömu öldu. Þetta er meðal þess sem er til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 11.6.2022 11:56
Sagðir nota sextíu ára gamlar og ónákvæmar eldflaugar í Úkraínu Rússar hafa líklega skotið tugum áratuga gamalla eldflauga sem hannaðar voru til að bera kjarnorkuvopn og granda flugmóðurskipum á skotmörk í Úkraínu. Þær eru sagðar ónákvæmar og líklegar til að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. 11.6.2022 11:22
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2.6.2022 23:31
Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. 2.6.2022 22:13
Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike. 2.6.2022 20:43
Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. 2.6.2022 19:32
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2.6.2022 08:00
Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. 2.6.2022 06:33