Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á lokaðri geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Kaupmannahöfn er í sárum, segir sendiherra Íslands í borginni.

Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum

Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas

Verkfræðingar og vísindamenn SpaceX mega halda áfram tilraunum sínum með geimfarið Starship í Suður-Flórída. Tilraunirnar voru stöðvaðar á meðan umhverfismat fór fram. Framkvæmd matsins dróst verulega á langinn.

Bandamenn deila um hvað eigi að gerast næst

Sprungur virðast vera að myndast í samstöðu Vesturlanda gegn innrás Rússa í Úkraínu og eru ráðamenn sagðir deila um hvaða leiðir eigi að fara til að binda enda á átökin. Meðal þeirra spurninga sem eru til skoðunar eru hvort halda eigi áfram að einangra Rússlands og senda fleiri vopn til Úkraínu eða það hvort Úkraínumenn þurfi mögulega að sætta sig við að tapa landsvæði.

Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum.

Bolsonaro fetar slóðir Trumps

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið.

Vilja stöðva Rússa í Donbas

Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands.

Staðfesta loks nýja þáttaröð Squid game

Forsvarsmenn Netflix hafa loks gert samkomulag við framleiðendur og leikara Squid Game um að gera nýja þáttaröð af hinum gífurlega vinsælu þáttum frá Suður Kóreu. Þættirnir, sem voru gerðir í Suður-Kóreu, eru þeir vinsælustu í sögu streymisveitunnar.

Sjá meira