Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Armenar leita eftir hjálp

Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu.

Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum.

Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu

Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan.

Bíl ekið inn á lóð Fífusala

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið.

Skipulögðu sókn­in­a með að­stoð Band­a­ríkj­a­mann­a og Bret­a

Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson.

Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin

Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki.

Sjá meira