Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5.12.2022 12:51
Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju. 5.12.2022 10:14
Among Us í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja kvöldinu í morð og laumuleik. Enginn er óhultur þegar strákarnir spila Among Us. 4.12.2022 20:30
Spilar Among Us í sýndarveruleika Jói eða Tapinn ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þá ætlar hann að stinga mann og annan í bakið í leiknum Among Us og það í sýndarveruleika. 3.12.2022 19:30
Bein útsending: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Flugher Bandaríkjanna ætlar að opinbera nýja kynslóð huldusprengjuvéla í næstu viku en þær eru meðal annars hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Sprengjuvélarnar kallast B-21 Raider og eiga að leysa hinar víðþekktu vélar B-2 Spirit af hólmi. 2.12.2022 21:00
Athyglisprestarnir messa í Al Mazrah Athyglisprestarnir ætla að láta að sér kveða í Warzone 2 í kvöld. Þar verða þeir með prestaköll og ætla að messa yfir öðrum spilurum leiksins, auk þess sem þeir munu skjóta þá. 2.12.2022 19:30
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2.12.2022 15:54
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2.12.2022 14:38
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2.12.2022 13:40
Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2.12.2022 11:24