Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17.1.2023 09:45
Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17.1.2023 09:15
Takast á við erfiðasta verkefnið hingað til Eitt glæsilegasta glæpagengi sögunnar snýr loksins aftur í kvöld. Lítið hefur farið fyrir Groundhog genginu að undanförnu en þeir snúa aftur til Los Santos í kvöld og takast á við þeirra erfiðasta verkefni hingað til. 16.1.2023 20:31
Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16.1.2023 15:37
Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16.1.2023 14:58
Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. 16.1.2023 13:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. 16.1.2023 11:12
Pabbarnir í CM!OB LAN-a Pabbarnir í CM!OB ætla að rifja upp gamla takta og LAN-a í dag. Fyrir yngri lesendur þá felur LAN í sér að hittast í raunheimum og samtengja margar tölvur til að spila tölvuleiki saman. 14.1.2023 14:30
Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12.1.2023 23:50
Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt. 12.1.2023 22:00