Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump ákærður í New York

Meðlimir ákærudómstóls í New York hafa lagt til að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði ákærður. Nákvæmlega fyrir hvað liggur ekki fyrir enn en búist er við því að Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, opinberi ákæruna á næstu dögum.

Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla

Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu.

Rýma fleiri hús á Eskifirði

Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður.

Fimm ára skaut sextán mánaða bróður sinn til bana

Sextán mánaða drengur var skotinn til bana af fimm ára systkini sínu í Indiana í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Eldra barnið mun hafa komist í skammbyssu sem var á heimili þeirra og notaði hana til að skjóta ungabarnið til bana.

Eldur kviknaði er lest með etanól og síróp fór af sporinu

Lest sem verið var að nota til að flytja etanól og síróp fór af sporinu í Minnesota í morgun. Við það kviknaði mikill eldur svo stór hluti lestarinnar stóð í ljósum logum. Íbúar bæjarins Raymond, sem bú nærri slysinu, þurftu að flýja heimili sín.

ISIS-systur aftur komnar til Noregs

Tvær systur frá Bærum í Noregi og þrjú börn þeirra hafa verið flutt frá Sýrlandi til Noregs. Konurnar tilheyra hóp sem kallaður hefur verið „eiginkonur ISIS“ en þær gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin á árum áður.

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Babe Patrol leita að fyrsta sigrinum

Stelpunar í Babe Patrol leita enn að fyrsta sigrinum í Warzone. Það gæti gerst í kvöld en til þess þurfa þær að láta byssurnar tala.

Sjá meira