„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16.5.2023 12:06
„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16.5.2023 11:21
Kattaslagur í beinni Bræður munu berjast, og kettir líka, í streymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu ferðast milli heima og kíkja til Tamriel í Elder Scrolls Online. Þar berjast strákarnir í hópi sem kallast Clueless Crusaders og eru þeir flestir kettir sem kallast Khajiit. 15.5.2023 19:30
Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15.5.2023 16:24
Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15.5.2023 15:08
Methagnaður hjá Loðnuvinnslunni Loðnuvinnslan hefur aldrei skilað meiri hagnaði en í fyrra en hann var þrír og hálfur milljarður króna. Það er langbesta rekstrarár fyrirtækisins en ári áður var hagnaðurinn 1,2 milljarðar króna. 15.5.2023 14:32
Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15.5.2023 12:01
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15.5.2023 10:11
Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. 11.5.2023 16:02
Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. 11.5.2023 15:12