Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

Bein útsending: Bylgjulestin rúllar af stað

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Fyrst kemur lestin við í Grindavík þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.

Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma.

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda.

The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til

Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“

Óttast kín­versk­ar eld­flaug­ar

Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari.

Helgi Andri segir upp og biður konunnar

Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“

Biden féll á sviði

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, féll á sviði í Colorado í kvöld, þar sem verið var að útskrifa fólk úr skóla flughers Bandaríkjanna. Forsetann sakaði ekki.

Stjórn skotfélagsins biður rússnesku þjóðina og Pútín afsökunar

Stjórn Skotfélags Húsavíkur vill biðja rússnesku þjóðina og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, afsökunar. Það er eftir að sendiráð Rússlands á Íslandi kvartaði yfir því að mynd af andliti Pútíns hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu skotfélagsins á Facebook fyrir mót.

„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun

Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir.

Sjá meira