Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8.7.2023 11:09
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8.7.2023 09:45
Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8.7.2023 08:49
Björt og hlý helgi Von er allt að 23 stiga hita á Suðurlandi í dag. Hitinn mun þó líklega ná tuttugu stigum í fleiri landshlutum í dag. Svalast verður fyrir austan og fyrir norðan en von er á sambærilegu veðri á morgun. 8.7.2023 08:05
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8.7.2023 07:37
Dúós: Pétur lét reyna á taugarnar Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. 29.6.2023 09:00
Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. 29.6.2023 09:00
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24.6.2023 17:30
Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra. 23.6.2023 20:59
Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 23.6.2023 09:30