Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22.11.2023 13:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22.11.2023 11:04
Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21.11.2023 16:46
Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21.11.2023 14:58
Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Forsvarsmenn X (áður Twitter) hafa höfðað mál gegn samtökunum Media Matters, eftir að samtökin birtu skýrslu um að auglýsingar stórfyrirtækja á samfélagsmiðlinum birtust reglulega við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. 21.11.2023 14:02
Pistorius fær annan séns vegna mistaka Oscar Pistorius fær annað tækifæri til að sleppa snemma úr fangelsi á föstudaginn þegar fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku taka fyrir aðra umsókn fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafans. Honum var hafnað um reynslulausn í mars en önnur umsókn er til íhugunar í þessari viku. 21.11.2023 10:41
Birtu myndband af göngum undir al-Shifa sjúkrahúsinu Ísraelar birtu um helgina myndefni frá al-Shifa sjúkrahúsinu sem á að sýna að Hamas-liðar voru þar og að finna megi göng undir sjúkrahúsinu. Meðal annars sýnir myndefnið Hamas-liða flytja gísla til sjúkrahússins þann 7. október. 20.11.2023 16:03
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20.11.2023 13:35
Hraðar og óvæntar vendingar hjá stærsta gervigreindarfyrirtækinu Microsoft hefur ráðið tvo stofnendur fyrirtækisins OpenAI til að leiða nýtt rannsóknarteymi á sviði gervigreindar, nokkrum dögum eftir að stjórn OpenAI rak annan þeirra og hinn sagði upp í mótmælaskyni. OpenAI er fyrirtækið á bakvið Chat GPT gervigreindina vinsælu. 20.11.2023 10:37
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18.11.2023 12:15