Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Allt að fimm­tán þúsund manns drepin í einni borg

Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi.

Bæjar­stjóri sagði samsæringi að fara í rass­gat

Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Felldu hátt­settan byltingarvörð í loft­á­rás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.

Rúss­neskir hakkarar náðu tölvu­póstum leið­toga Microsoft

Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna.

Stærstu her­æfingar NATO í ára­tugi

Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim.

Ung­lingur skemmdi lög­reglu­bíl

Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum.

Gífur­legt magn af ís undir yfir­borði Mars

Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi.

Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarn­orku­vopn

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku.

Indiana Jones kýlir aftur nas­ista í nýjum leik

Forsvarsmenn Microsoft og leikjafyrirtækja félagsins kynntu í gær þá leiki sem væntanlegir eru á árinu. Meðal annars var sýnd stikla úr nýjum leik um fornleifafræðinginn Indiana Jones og kafað var dýpra í aðra væntanlega leiki.

Sjá meira