Hættir við málsókn gegn ríkinu vegna aðgengi að Grindavík Maður sem höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna lokunar Grindavíkur hefur hætt við. Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars, hætti við þar sem búið er að opna á aðgengi fólks að bænum. 20.2.2024 15:12
Heiðraði fangelsismálastjóra Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu. 20.2.2024 14:13
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20.2.2024 12:34
Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga. 20.2.2024 11:41
GameTíví: Dreifa lýðræði um Vetrarbrautina Strákarnir í GameTíví ætla að verja kvöldinu í að dreifa stýrðu lýðræði um vetrarbrautina, eina kúlu í senn. Leikurinn Helldivers 2 slær í gegn um allan heim þessa dagana og strákarnir ætla að kíkja á hann. 19.2.2024 19:30
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18.2.2024 17:05
Féll í gjá í Heiðmörk Kona féll í sprungu í Heiðmörk í dag. Hún mun hafa verið á Búrfellsgjár gönguleiðinni þegar hún féll og voru björgunarsveitir frá Garðabæ og Hafnarfirði sendar á vettvang. 18.2.2024 15:58
Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18.2.2024 14:32
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18.2.2024 13:22
Hettusótt í Hraunvallaskóla Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga. 18.2.2024 11:38