Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tyrkir héldu út manni færri í Wa­les

Wales og Tyrkland, sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeild karla í knattspyrnu, gerðu markalaust jafntefli í Cardiff. Þrátt fyrir skort á mörkum var mikið fjör í leiknum og fór fjöldi spjalda á loft.

„Kominn tími til að vinna leik í þessari deild“

„Bara mjög vel. Sagði við strákana að það væri kominn tími til að vinna leik í þessari deild,“ sagði fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir sögulegan fyrsta sigur Íslands í Þjóðadeild karla í knattspyrnu.

Arnór hafði betur gegn Guð­mundi

Holstebro, lið Arnórs Atlasonar, hafði betur gegn Fredericia, liði Guðmundar Þ. Guðmundssonar, í 1. umferð dönsku úrvalsdeild karla í handbolta. Þá byrjar Bjarki Már Elísson tímabilið af krafti í Ungverjalandi.

Ó­trú­legt gengi Rosengård ætlar engan endi að taka

Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í hjarta varnar Rosengård þegar liðið vann 18. leikinn í röð í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Lék hún allan leikinn í öruggum 3-0 sigri á Brommapojkarna.

Byrjunar­lið Ís­lands: Gylfi Þór snýr aftur

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla, er í byrjunarliði Íslands sem mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

For­maður FRÍ óttast ekki að frjáls­í­þróttir sitji eftir

„Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum.

Sjá meira