Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi NBA og hafnabolti Tveir áhugaverðir leikir eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 11.6.2025 06:00
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10.6.2025 23:30
Júlíus Orri semur við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson hefur samið við Tindastól til tveggja ára. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. 10.6.2025 22:47
Ósáttur Lárus Orri: „Sýnum smá ástríðu líka“ Láru Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írlandi í Belfast. 10.6.2025 22:00
Senegal lagði England í Nottingham England tók á móti Senegal í vináttulandsleik karla í fótbolta í kvöld. Gerðu gestirnir sér lítið fyrir og unnu frábæran 3-1 útisigur. Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Írlandi gerðu þá markalaust jafntefli við Lúxemborg á útivelli. 10.6.2025 21:30
Hollendingar skoruðu átta Það verður ekki sagt að Holland hafi átt í teljandi vandræðum með Möltu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. Lokatölur í Groningen 8-0 Hollendingum í vil. 10.6.2025 21:15
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10.6.2025 19:47
Forest vill niðurstöðu í mál Palace Nottingham Forest hefur beðið Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um niðurstöðu í máli Crystal Palace og hvort Ernirnir fái að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. 10.6.2025 18:45
Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10.6.2025 17:30
Chelsea vill Gittens áður en glugginn lokar Í kvöld lokar félagaskiptaglugginn í knattspyrnu en hann var opnaður tímabundið svo að lið gætu sótt nýja leikmenn fyrir HM félagsliða sem hefst þann 15. júní næstkomandi. Chelsea vill ólmt fá Jamie Gittens í sínar raðir en Borussia Dortmund vill meira fyrir þennan efnilega vængmann. 10.6.2025 16:45