„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19.5.2022 07:01
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18.5.2022 07:00
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16.5.2022 07:00
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14.5.2022 10:00
Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska. 13.5.2022 07:01
Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12.5.2022 07:00
Hvers vegna vissir þú ekki af fundinum? Sitt sýnist hverjum um ágæti fundarhalda. Enda ekki óalgengt að sumum finnist oft um og ó tíminn sem fer í fundi á vinnustöðum. Ekki síst hjá yfirmönnunum. 11.5.2022 07:01
„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9.5.2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8.5.2022 08:00
Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7.5.2022 10:01