Drúsar mótmæla við sendiráðið Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið. 20.7.2025 17:49
Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Karlmaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið. 20.7.2025 17:19
Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa. 20.7.2025 09:03
Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. 19.7.2025 23:43
Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19.7.2025 22:16
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19.7.2025 20:38
„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. 19.7.2025 20:04
Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Einn heppinn landsmaður vann rúmar níu milljónir í Lottódrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í verslun N1 í Höfn í Hornafirði. Tveir hrepptu hvor sína hálfa milljónina. 19.7.2025 19:48
Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Þrjátíu og fjórir hið minnsta eru látnir og sjö er saknað eftir að báti fór með ferðamenn í skoðunarferð um Halongflóa í Víetnam hvolfdi. Tólf manns hefur verið bjargað. 19.7.2025 18:43
Charli xcx gifti sig Raftónlistarkonan fræga Charlie xcx giftist ástmanni sínum til þriggja ára í dag. Sá heppni heitir George Daniel og spilar á trommur í rokkhljómsveitinni 1975. 19.7.2025 18:28
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti