Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fannst fyrir botni Birnudals

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Segir menn hafa skotið á gröfu­mann við vinnu

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929.

Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi

Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

Nilli og Sól­ey eignuðust dóttur

Leikarinn Níels Thibaud Girerd og Sóley Guðmundsdóttir, starfsmaður á samskiptadeild KSÍ eignuðust dóttur 25. júní síðastliðinn. Nilli greindi frá gleðifréttum á samfélagsmiðlum.

Nýjar stofnanir hafi að­setur á lands­byggðinni

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri.

Fannst eins og hann væri eini fulli í brekkunni fyrir há­degi

Daníel Jónsson hrossræktandi og hestamaður lenti í því leiðinlega atviki að þurfa að draga sig úr keppni á Landsmóti hestamanna daginn fyrir keppni vegna þess að hann fór úr axlarlið. Hann hafði áður farið úr axlarlið og kippti aftur í liðinn en fór svo aftur úr lið daginn fyrir keppni, allalvarlegar í það sinnið.

Sauð upp úr í stjörnufansi á golfmóti Coolbet

Coolbet efndi til golfmóts á Grafarholtsvelli í blíðviðrinu á föstudaginn síðasta og var öllu til tjaldað. Stjörnur af öllum sviðum íslensks þjóðfélags voru viðstaddar og voru vellystingar í fyrirrúmi. Heimildir Vísis herma að soðið hafi upp úr milli tveggja keppenda í veislunni sem haldin var eftir að mótinu lauk. 

Sjá meira