Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Keyrði á 112 km/klst á 50-götu

Ökumaður var í dag stöðvaður á 112 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Var hann handtekinn, sviptur ökuréttindum og færður til blóðsýnatöku.

Isaac kominn aftur heim: „Get ekki lýst því hvað ég er þakk­látur“

Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar sem vísað var úr landi 16. október síðastliðinn, er mættur aftur heim til Íslands. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi í upphafi mánaðar og kveðst eiga erfitt með að lýsa þakklæti sínu gagnvart vina sinna sem börðust fyrir rétti hans til að dvelja hér á landi.

„Á­fengi og kaffi eru einu fíkni­efnin í mínu lífi“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. 

Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum

Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að flytja aftur heim. Mögulegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Tiffany Haddish hand­tekin

Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. 

Tveimur af fjórum sleppt úr haldi

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna stunguárásar í Grafarvogi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir eru enn í haldi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Sjá meira