„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. 18.2.2024 23:28
Úlfar segir af eða á í þessari viku Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. 18.2.2024 21:35
Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18.2.2024 20:28
Kannast ekkert við að húsið sé til sölu Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði kannast ekkert við að hús hans á Nönnustíg sé til sölu, þvert á það sem haldið er fram í Smartlandi Morgunblaðsins. „Lýsandi fyrir Moggann, það er hálfur sannleikurinn,“ segir Jón Ingi. 18.2.2024 20:15
Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18.2.2024 18:30
Óska eftir nafnatillögum á sameinað sveitarfélag Sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa óskað eftir tillögum frá íbúum að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags. 18.2.2024 17:45
Ása Ninna datt um koll í beinni útsendingu Bráðfyndið atvik átti sér stað í beinni útsendingu Bakarísins á Bylgjunni í dag þegar Ása Ninna Pétursdóttir, annar þáttastjórnanda, ætlaði að fá sér sæti í stúdíóinu. Það fór ekki betur en svo að hún endaði kylliflöt á gólfinu. 17.2.2024 23:46
Eldri borgarar þurfa að bíða til mánudags eftir þjónustu vegna leka „Það gjörsamlega míglekur, fossaði bara úr loftinu,“ segir Ingheiður Brá Laxdal sem brá í brún við heimsókn sína í þjónustuíbúð við Grænumörk 1 á Selfossi. Eldri borgarar sem þar búa eru ósáttir við þjónustuna enda þurfa þeir að bíða fram yfir helgi eftir aðstoð við lekann. 17.2.2024 23:29
Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 17.2.2024 22:32
VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi. 17.2.2024 21:52