Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Það mikil­vægasta og það auð­veldasta til að gera í garðinum

Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast.

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur af­slátt“

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.

Scooter til landsins með risatónleika í Laugar­dals­höll

Þýska teknósveitin Scooter er á leið til landsins og mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna í Nordic Live Events.

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Eld­gosið stöðugt og gosmengun til norðurs

Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun.

Aukin bjart­sýni vegna hitaveituholunnar á Ísa­firði

Aukinnar bjartsýni gætir hjá forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði. Jarðhitaleit í Tungudal miðar ágætlega og hefur borholan nú verið dýpkuð niður á 762 metra dýpi.

Þor­grímur Þráins selur slotið

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hefur sett íbúð sína í einbýlishúsi í Tungugötu við Sogaveg í Reykjavík á sölu. Húsinu fylgir meðal annars vinnustofa en eigninni er lýst sem rómantískri í auglýsingu á fasteignavef Vísis.

Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju

Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin.

Sjá meira