Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25.2.2025 19:53
Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. 25.2.2025 16:04
Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. 25.2.2025 13:02
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24.2.2025 19:35
Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24.2.2025 13:16
Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans. 20.2.2025 12:01
Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. 19.2.2025 19:24
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18.2.2025 19:46
„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. 18.2.2025 19:28
Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. 15.2.2025 16:01