Hafa sterkar skoðanir á hrókeringum og nýrri ríkisstjórn Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar fór fram í morgun. Þjóðin hefur eitt og annað við breytingarnar að athuga og flestir sem fréttastofa ræddi við voru ófeimnir við að segja sína skoðun á málunum. 12.4.2024 19:45
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12.4.2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11.4.2024 19:10
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11.4.2024 12:11
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4.4.2024 12:57
Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. 4.4.2024 11:31
Þingflokkur Framsóknar fundar líka um stöðuna í dag Þingflokkur Framsóknarflokksins mun klukkan eitt í dag funda í gegnum fjarfundarbúnað meðal annars vegna hugsanlegs forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 3.4.2024 11:28
Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2.4.2024 16:53
Vill stjórnvöld í lið með sér frá fyrsta degi Miðstöð menntunar og skólaþjónustu tekur formlega til starfa í dag en hjá stofnuninni starfa um fjörutíu manns. Forstjóri miðstöðvarinnar segir að nýrri stofnun sé ætlað það lykilhlutverk að vera bakland skólastarfs á Íslandi og að miðlægt í öllu starfinu sé þjónustumiðuð nálgun. 2.4.2024 13:02
Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25.3.2024 19:30