
Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni
Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni.