Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vergara og Manganiello að skilja

Leikkonan Sofía Vergara og leikarinn Joe Manganiello eru að skilja. Tæp átta ár eru liðin síðan þau giftu sig í Palm Beach í Flórída.

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Hinir far­þegarnir ekki taldir í lífs­hættu

Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Gamall iP­hone seldist á tugi milljóna

Fyrsta kynslóðin af iPhone símum kom út árið 2007 og var mjög vinsæl á sínum tíma. Alls seldust um sex milljón eintök af símanum. Einn þessara síma var settur á uppboð sem lauk á dögunum með því að hann seldist á rúmlega 190 þúsund dollara. Það samsvarar um tuttugu og sjö milljónum í íslenskum krónum.

Ariana Grande skildi giftingar­hringinn eftir heima

Tónlistarkonan Ariana Grande er sögð vera að skilja við eiginmann sinn, fasteignasalann Dalton Gomez. Hún var ekki með giftingarhringinn á sér þegar hún mætti á Wimbledon-mótið í London um helgina.

Leituðu að mann­eskju á gos­stöðvunum

Leitað var að karlmanni á gossvæðinu á Reykjanesskaga. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út úr mörgum sveitum sökum þess hve fáliðaðar þær eru á þessum árstíma.

„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“

Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans.

Þveraði landið með föður sínum á fjórhjóli

Fyrir rúmri viku síðan lagði Birna Bragadóttir af stað í ævintýraför ásamt föður sínum, Braga Guðmundssyni. Feðginin ferðuðust á fimm dögum þvert yfir Ísland á fjórhjólum, horn í horn eins og þau kalla það.

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Sjá meira