Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. 11.9.2025 15:14
Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. 11.9.2025 13:28
Birti bónorðið í Bændablaðinu „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ 11.9.2025 11:48
Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Uppselt er á tónleika Laufeyjar í Kórnum 14. mars 2026 og hefur því aukatónleikum verið bætt við degi síðar, 15. mars. Allir miðar á aukatónleikana fara beint í almenna sölu sem hefst klukkan níu í fyrramálið. Ekki verða fleiri tónleikar en það. 11.9.2025 11:10
Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. 11.9.2025 10:02
Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn. 11.9.2025 07:02
Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022. 10.9.2025 14:30
Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið. 10.9.2025 11:59
Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri. 10.9.2025 10:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Rithöfundurinn Sverrir Norland vakti nýverið athygli á óvenjulegu athæfi föður síns sem krotar leiðréttingar í útgefnar bækur líkt og hann sé að lesa þær yfir. Gjörningurinn vakti mismikla lukku netverja og ekki síður ákvörðun Sverris um að birta myndir af útkrotuðum blaðsíðum. 9.9.2025 16:14