Til mikils að vinna slái maður ekki garðinn sinn Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur mætti í Bítið til að ræða um Villigarðahreyfinguna sem hefur talað fyrir því að fólk slái ekki garða sína og hvað maður gæti grætt á að leyfa garðinum að vaxa villtum. Hún segir að slái maður ekki garðinn sinn geti ýmsar skemmtilegar plöntur farið að vaxa auk þess sem það viðhaldi líffræðilegum fjölbreytileika. 7.7.2022 14:30
Árni Friðriksson í makrílrannsóknum Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn 4. júlí til að taka þátt í alþjóðlegum leiðangri sem stendur yfir til 23. júlí. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi. 7.7.2022 13:40
Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. 7.7.2022 10:55
Gul viðvörun víða um land Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum. 7.7.2022 08:07
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7.7.2022 07:24
Maður handtekinn vegna líkamsárásar í gærkvöldi og nokkuð um þjófnað Lögreglan handtók mann í gærkvöldi í kjölfar tilkynningar um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 104 í Reykjavík. Einnig var lögreglan kölluð til nokkurra verslanna í Breiðholti vegna þjófnaða og áreitis. Þá var lögreglan kölluð til í Hafnarfirði vegna slagsmála á skemmtistað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 7.7.2022 06:38
Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang. 7.7.2022 06:14
Reynslumesta flugfreyja heims fagnar 65 ára starfsafmæli Bette Nash hefur unnið sem flugfreyja hjá American Airlines í 65 ár og var nýlega skráð af Heimsmetabók Guinness sem reynslumesta flugfreyja heims. Hún byrjaði ferilinn sem flugfreyja árið 1957 og er enn að, 65 árum síðar. 6.7.2022 17:12
Skotmaðurinn hefur játað og á yfir höfði sér lífstíðardóm Robert E. Crimo, sem skaut á skrúðgöngu í Chicaco í fyrradag, hefur verið ákærður fyrir sjö morð. Að sögn saksóknara hefur Crimo játað glæp sinn. Verði hann dæmdur gæti hann hlotið lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. 6.7.2022 16:46
Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. 6.7.2022 14:44