Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns. 19.6.2023 17:41
Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. 16.6.2023 23:59
Fótbrotin kona sótt að gosstöðvum við Fagrafell Síðdegis í dag var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna konu sem hafði dottið og fótbrotnað á gönguleiðinni að gosstöðvunum við Fagrafell. Vegna langs biðtíma eftir þyrlu var konan ferjuð niður af fjallinu á óvenjulegan máta. 16.6.2023 21:19
Björk heiðursdoktor við Listaháskólann Björk Guðmundsdóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Listaháskóla Íslands á útskrift skólans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í dag. 16.6.2023 20:40
Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 16.6.2023 18:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, um horfur í máli Hvammsvirkjunar, sem nú er í uppnámi eftir að virkjanaleyfi var fellt úr gildi. Ráðherra segir að skoða þurfi hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfið og að það megi ekki taka langan tíma. Útilokað sé að bíða með öflun grænnar orku hér á landi ef Ísland ætli að ná loftslagsmarkmiðum sínum. 16.6.2023 18:06
Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laust til umsóknar í maí. Meðal þeirra eru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, maður ársins 2021, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga. 16.6.2023 17:54
Kjörræðismaður Rússlands hættir hjá Kaupfélaginu Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. 16.6.2023 17:29
Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp á þriðjudag við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. 16.6.2023 07:02
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15.6.2023 16:10