Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skýjað í dag og skúrir um allt land

Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu.

Rússí­baninn verði rifinn eftir bana­slysið í Ár­ósum

Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið.

Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir

Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum.

Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúp­dóttur sinni

Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019. 

Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mos­fells­bæ

Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets.

Ís­lenska fjár­hundinum fagnað á Ár­bæjar­safni

Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi.

Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega.

Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum

Fjórtán ára stúlka lést í rússí­bana­slysi í Friheden tívolíi í Ár­ósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum.

Twitter ekki legið jafn lengi niðri í fjölda ára

Twitter datt út í um hálftíma rétt fyrir hádegi fyrir tugþúsundir notenda samfélagsmiðlsins. Þetta hálftíma sambandsleysi er það lengsta hjá forritinu síðan 2016. Forsvarsaðilar miðilsins hafa ekki greint frá ástæðunum.

Sjá meira