Forsætisráðherra meðal stofnfélaga Ástarsögufélagsins Stofnfundur Ástarsögufélagsins fór fram þann 25. júní í Reykjavík en markmið félagsins er að skrifa og gefa út fjölbreytta texta drifna áfram af krafti ástarinnar ásamt því að standa fyrir viðburðum og gjörningum. 30.6.2023 16:47
Hildur Ragnars skipuð forstjóri Þjóðskrár Íslands Hildur Ragnars hefur verið skipuð í embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands frá morgundeginum. Umsækjendur um embættið voru átta en þrír drógu umsókn sína til baka. 30.6.2023 16:34
Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. 30.6.2023 16:06
Síðustu sýningar í sextíu ára sögu Háskólabíós í dag Síðustu sýningar kvikmyndahússins í Háskólabíói verða sýndar í dag þar sem bíóreksturinn lokar frá og með morgundeginum. Þar með lýkur 62 ára sögu reksturs kvikmyndahúss í húsnæðinu. 30.6.2023 13:33
Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. 30.6.2023 11:24
Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. 30.6.2023 09:23
Ofurfyrirsæta á sextugsaldri eignaðist son Enska ofurfyrirsætan Naomi Campbell greindi frá því í dag að hún hefði eignast son og væri orðin tveggja barna móðir, 53 ára að aldri. 29.6.2023 22:28
Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. 29.6.2023 21:25
Ekin-Su og Davide hætt saman Stjörnuparið Ekin-Su Cülcüloğlu og Davide Sanclimenti, sem unnu Love Island í fyrra, eru hætt saman eftir ellefu mánaða samband. 29.6.2023 18:46
Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. 29.6.2023 18:19