
Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni
Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.