Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18.8.2023 13:00
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17.8.2023 20:00
Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 17.8.2023 13:00
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16.8.2023 23:26
Tuttugu tilkynningar um hatursglæpi á Hinsegin dögum Samtökunum ´78 bárust tuttugu tilkynningar um hatursglæpi í aðdraganda og á meðan Hinsegin dögum stóð, sú alvarlegasta varðar líkamsrás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik hatursglæpa á sama tímabili. 16.8.2023 19:23
Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. 16.8.2023 13:00
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15.8.2023 23:51
Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. 15.8.2023 19:34
Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. 15.8.2023 14:05
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15.8.2023 12:40