Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 12.10.2023 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu. 12.10.2023 17:59
Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028 Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur. 12.10.2023 17:31
Alexandra og Gylfi keyptu hús í Garðabæ Alexandra Helga Ívarsdóttir, verslanaeigandi, og eiginmaður hennar Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, hafa keypt sér einbýlishús á Íslandi. 11.10.2023 23:56
Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 11.10.2023 23:33
Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. 11.10.2023 22:37
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. 11.10.2023 21:12
Fjölmennt á samstöðufundi með palestínsku þjóðinni Fjölmennur samstöðufundur fór fram á Austurvelli seinni partinn í dag. Þar kom saman fólk sem vildi sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæma stríðsglæpi. 11.10.2023 19:41
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11.10.2023 18:23
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10.10.2023 15:18