Skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. 17.11.2023 16:48
Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. 17.11.2023 15:55
Stórforeldri nýtt orð um kynhlutlaust foreldri foreldris Samtökin ´78 hafa valið nýyrði ársins. Fyrr á árinu var auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á ýmsum enskum orðum. Valin hafa verið tvö ný orð og ein skammstöfun. 17.11.2023 13:25
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17.11.2023 11:00
Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð. 17.11.2023 06:34
Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. 16.11.2023 15:00
Ætla að tryggja Grindvíkingum laun næstu mánuði Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. 16.11.2023 14:21
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16.11.2023 07:01
„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“ Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. 15.11.2023 11:32
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15.11.2023 10:35