Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja valdefla konur í brjósta­gjöf

Á dögunum kom út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um brjóstagjöf. Í bókinni er að finna ýmis ráð við þekktum vandamálum, reynslusögur og skýringarmyndir. Höfundar bókarinnar eru Ingibjörg Eiríksdóttir Hildur A. Ármannsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgjafar.

Amma gerandans svarar á­kalli föður Bryn­dísar Klöru

Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

Nokkrar stað­setningar til skoðunar fyrir skóla Hjalla­stefnunnar

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. 

For­eldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin

Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni

Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. 

Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímu­efni í ó­merktum ­bíl

Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma.

Leggjast aftur yfir mynd­efnið

Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur.

Vilja að RÚV feti í fót­spor Slóveníu

Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt.

Verði gott fyrir lög­reglu að vita hvar mörkin liggja

Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja.

Sjá meira