
Vilja valdefla konur í brjóstagjöf
Á dögunum kom út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um brjóstagjöf. Í bókinni er að finna ýmis ráð við þekktum vandamálum, reynslusögur og skýringarmyndir. Höfundar bókarinnar eru Ingibjörg Eiríksdóttir Hildur A. Ármannsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgjafar.