Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið. 15.5.2024 09:47
Gróðureldar ógna olíuvinnslumiðstöð í Kanada Hundruð íbúum bæjarins Fort McMurray í Alberta í Kanada hefur verið gert að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem ógna bænum. Fort McMurray er meðal annars miðstöð olíuvinnslu á tjörusöndunum í Kanada. 15.5.2024 08:47
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14.5.2024 15:42
Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. 14.5.2024 14:10
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14.5.2024 12:42
Landris heldur áfram á sama hraða Svipuð staða er í Svartsengi og undanfarna daga með áframhaldandi landrisi. Kvikusöfnun er sögð halda áfram á sama hraða og áður og fyrirvari á öðru gosi gæti orðið mjög stuttur. 14.5.2024 10:21
Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. 14.5.2024 09:34
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14.5.2024 09:09
Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13.5.2024 14:43
Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum. 13.5.2024 14:15