Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4.8.2024 08:48
Leiðindaveður um allt land vegna djúprar lægðar Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða rigningar taka gildi á landinu sunnan- og austanverðu í dag. Djúp lægð stefnir að landinu og veldur leiðindaveðri um landið allt 4.8.2024 08:17
Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. 4.8.2024 07:45
Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. 3.8.2024 14:45
Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3.8.2024 13:38
Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. 3.8.2024 11:08
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3.8.2024 09:11
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3.8.2024 09:01
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3.8.2024 08:26
Gul viðvörun í Eyjum fram á kvöld og leiðindaspá áfram Austan eða norðaustan hvassviðri er nú á landinu sunnanverðu og Miðhálendinu og eru gula viðvaranir í gildi vegna þess. Viðvörun tekur gildi í Vestmannaeyjum og Suðurlandi nú klukkan 10:00 og gildir til 18:00. Varað er við að tjöld gætu fokið. 3.8.2024 07:47