Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna

Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu.

Tafir á Miklubraut vegna blikkandi umferðarljósa

Ólag á umferðarljósum á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar hefur valdið töfum á umferð þar nú síðdegis. Gul ljós blikkuðu og engri annarri umferðarstýringu til að dreifa.

Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella

Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum.

Ársbann fyrir eldri kylfinga sem gáfu frat og löngutöng í dómara

Þrír kylfingar sem var vísað frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Akureyri í sumar hafa verið úrskurðaðir í árslangt keppnisbann fyrir alvarleg agabrot. Þeir tóku meðal annars höndum saman um að hunsa vítahögg sem dómari hafði dæmt á tvo þeirra.

Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur.

Hlut­verk verka­lýðs­hreyfingarinnar að tryggja mann­sæmandi kjör

Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag.

Telja Úkraínu­menn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns

Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins.

Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu

Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins.

Sjá meira