Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum. 26.2.2023 08:01
Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. 26.2.2023 07:53
Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. 25.2.2023 14:56
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25.2.2023 14:09
Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25.2.2023 10:32
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25.2.2023 09:09
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25.2.2023 08:18
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. 25.2.2023 07:30
Landsbankinn rukkaði einstæða móður um fyrnda milljóna króna skuld Innheimtufyrirtæki hélt áfram að reyna að rukka einstæða fjögurra barna móður um milljóna króna kröfur fyrir hönd Landsbankans eftir að þær voru fyrndar. Bankinn segir mistök hafa átt sér stað en lögmaður konunnar segir hana skoða réttarstöðu sína. 25.2.2023 07:00
Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. 24.2.2023 15:55