Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3.3.2023 11:46
Afhjúpa nýuppgötvað hólf í Pýramídanum mikla Egypsk fornleifayfirvöld sviptu hulunni af nýuppgötvuðu og lokuðu hólfi í Pýramídanum mikla í Giza í gær. Óljóst er hver tilgangur hólfsins var en það er ekki aðgengilegt utan frá. 3.3.2023 09:35
Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3.3.2023 08:50
Engri losun vegna kola sópað undir teppið Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. 3.3.2023 07:00
Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2.3.2023 10:12
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2.3.2023 09:05
Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. 2.3.2023 07:00
Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. 1.3.2023 15:55
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. 1.3.2023 15:28