Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. 22.4.2023 09:46
Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu. 22.4.2023 08:17
Reyndi að stela hraðbanka Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. 22.4.2023 07:25
Börn óku um á gröfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði. 22.4.2023 07:17
Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. 21.4.2023 18:16
Sara Lind sett forstjóri Ríkiskaupa Fjármála- og efnahagsráðherra setti Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Ríkiskaupa tímabundið eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum um mánaðamótin. Staðan verður að líkindum auglýst á næstunni. 20.4.2023 08:11
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19.4.2023 18:14
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19.4.2023 09:01
Tugir sjúklinga látnir í bruna á sjúkrahúsi í Beijing Að minnsta kosti 29 manns eru látnir, þar á meðal 26 sjúklingar, eftir að eldur kom upp á sjúkrahúsi í Beijing í Kína í gær. Tugir manna hafa verið handteknir vegna brunans, þar á meðal forstjóri og næstráðandi sjúkrahússins. 19.4.2023 08:57
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18.4.2023 15:43